Jafnar framlög til úkraínska Rauða krossins

Haraldur Þorleifsson.
Haraldur Þorleifsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno sem starfar nú fyrir Twitter, hefur boðist til að jafna framlög fólks til Úkraínudeildar Rauða krossins, að andvirði allt að tíu þúsund bandaríkjadölum.

Greinir hann frá þessu í tísti og biður fólk að senda sér kvittun fyrir sínu framlagi og þá skuli hann um leið jafna það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert