Sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps

Landsréttur.
Landsréttur. Hanna Andrésdóttir

Karl­maður var í dag dæmd­ur í sex ára fang­elsi fyr­ir til­raun til mann­dráps og brot í nánu sam­bandi með því að hafa veist að eig­in­konu sinni og stappað ít­rekað á hægri hlið lík­ama henn­ar með þeim af­leiðing­um að hún hlaut mörg rif­brot, mar á lif­ur, áverkaloft­brjóst, áverka­húðbeðsþembu, mar á lunga og áverkaf­leiðrahols­blæðingu.

Í dómi Lands­rétt­ar var vísað til þess að hend­ing ein hafi ráðið því að árás­in hafi ekki verið lífs­hættu­leg, en árás manns­ins var ofsa­feng­in og fólk í sér sí­end­ur­tek­in högg. Var það lagt til grund­vall­ar niður­stöðu Lands­rétt­ar að mann­in­um hafi ekki getað dulist að bani gæti hlot­ist af þeirri at­lögu sem hann gerði að eig­in­konu sinni. 

Maður­inn hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi óslitið frá því í janú­ar 2021 og var sá tími dreg­inn frá fang­els­is­dómn­um. Þá var mann­in­um gert að greiða eig­in­konu sinni 2,5 millj­ón króna í miska­bæt­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert