Stór tímamót í faraldrinum

Willum tilkynnti afléttingarnar í vikunni.
Willum tilkynnti afléttingarnar í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Öllum sóttvarnaaðgerðum vegna Covid-19 var aflétt á miðnætti, bæði þeim sem voru í gildi innanlands og við landamærin. Því eru nú engar takmarkanir til staðar á daglegu lífi fólks, nema auðvitað þær sem hin hefðbundnu landslög gera ráð fyrir. 

Skemmtistaðaeigendur eru þeir sem hafa orðið hvað harðast fyrir barðinu á sóttvarnaaðgerðum rekstrarlega séð og hlakka þeir til að opna takmarkalausar dyr í kvöld. 

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tilkynnti að takmörkunum yrði aflétt sl. miðvikudag en sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi meira og minna í um tvö ár. 

Ein­hug­ur var inn­an rík­is­stjórn­ar um afléttingu takmarkana og eru aflétt­ing­ar í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is en hann varpaði fram þrem­ur sviðsmynd­um.

Helstu rök­in fyr­ir því að aflétta öllu er að út­breiðsla smita er það mik­il að tak­mark­an­ir virðast ekki ná að stemma stigu við hana. Þá eru vís­bend­ing­ar um að það séu um­tals­vert fleiri sem hafa smit­ast en op­in­ber­ar töl­ur geta staðfest.

„Það blas­ir ekki við að tak­mark­an­ir skili neinu á þess­um tíma­punkti,“ sagði Will­um við blaðamenn þegar hann tilkynnti um tímamótin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert