Mikil gleði ríkti í bænum í nótt þegar djammið opnaði í fyrsta skipti eftir takmarkanir. mbl.is kíkti í miðbæinn og náði tali af fjölmörgum sem beðið hafa með eftirvæntingu eftir að bærinn opni til fulls að nýju eftir nær tvö ár af takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar.
„Þetta afmæli er búið,” sagði Sólrún Dögg Jósefsdóttir, formaður skólafélags Menntaskólans í Reykjavík, um Covid-takmarkanirnar sem nú hafa verið við lýði í nær tvö ár, þegar mbl.is náði tali af henni á skemmtistaðnum Prikinu í en hún ásamt mörgum öðrum var mætt í bæinn til að hafa gaman.
Mikið fjör, uppsöfnuð skemmtanaþörf, úthald til að bíða í röð og misskilningur á nafni heilbrigðisráðherra er á meðal þess sem finna má í spilaranum hér fyrir ofan í myndskeiði frá því þegar fólk fékk loks að dansa fram á rauða nótt.