Einn í öndunarvél og 56 liggja inni

Frá Landspítala.
Frá Landspítala. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Alls liggja 56 sjúklingar á Land­spít­ala með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Covid-sýkt­um sjúk­ling­um fjölg­ar um fimm milli daga en í gær voru þeir 51.

Land­spít­al­inn var í gær færður af hættu­stigi á neyðarstig. 

Megin­á­stæður fyr­ir flutn­ingi spít­al­ans á neyðarstig eru, sam­kvæmt far­sótta­nefnd, mik­ill fjöldi og aðflæði Covid-smitaðra sjúk­linga, fá legu­rými, mikl­ar ann­ir á Covid-göngu­deild, mik­ill fjöldi starfs­manna í ein­angr­un og óheyri­legt álag á heil­brigðis­kerfið í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert