Alls liggja 56 sjúklingar á Landspítala með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Covid-sýktum sjúklingum fjölgar um fimm milli daga en í gær voru þeir 51.
Landspítalinn var í gær færður af hættustigi á neyðarstig.
Meginástæður fyrir flutningi spítalans á neyðarstig eru, samkvæmt farsóttanefnd, mikill fjöldi og aðflæði Covid-smitaðra sjúklinga, fá legurými, miklar annir á Covid-göngudeild, mikill fjöldi starfsmanna í einangrun og óheyrilegt álag á heilbrigðiskerfið í heild sinni.