Inga Þóra Pálsdóttir
Bráðamóttaka Landspítalans fann ekki fyrir auknu álagi í nótt þrátt fyrir að skemmtistaðir og barir gátu verið með opið fram eftir nóttu og án allra takmarkana vegna afléttingar sóttvarnaaðgerða.
„Nóttin var með svipuðum hætti og venjulega er. Það var ekki áberandi meiri fjöldi sem kom út af afleiðingum skemmtanalífsins þessa nóttina, þrátt fyrir að það virðist sem að margir hafi farið út á lífið,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, í samtali við mbl.is.
Hjatli vill þó hvetja fólk til að fara varlega á djamminu.
„Við viljum hvetja fólk til þess að fara varlega og friðsamlega og njóta gleðinnar en passa sig að lenda ekki í slysum,“ segir Hjalti.