Lögreglan leitaði klifurkappa í Glerá

Maðurinn fannst um klukkustundu síðar.
Maðurinn fannst um klukkustundu síðar. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á Akureyri leitaði manns í Glerá við Hlíðarbraut á Akureyri í dag eftir að tilkynning barst frá vegfaranda. 

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Í kjölfarið hófu lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir leit af manninum.

Kom á daginn að um erlendan aðila var að ræða, en hafði verið að æfa sig í klifri í gljúfrunum og amaði ekkert að hjá honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert