Pétri Erni Guðmundssyni, stundum kallaður Pétur Jesú, hefur verið vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum.
Frá þessu greina hljómsveitirnar á Facebook-síðum sínum.
Leiða má líkur að því að ástæða brottvikninganna sé frásögn tónlistarkonunnar Elísabetar Ormslev í Fréttablaðinu í morgun, um samband sitt við mikið eldri frægan tónlistarmann. Fram kemur í viðtalinu að „samband“ þeirra hafi hafist þegar hún var barnung. Ljóst er að sambandið sem lýst er hafi verið ofbeldissamband.
Pétur Örn er ekki nafngreindur í viðtalinu, en vísað er til hans og framlags hans í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2011 þegar hann flutti lagið Elísabet.
Elísabet greindi fyrst sjálf frá málinu á Twitter-reikningi sínum á sunnudaginn. Þar kemur fram að kornið sem fyllti mælinn hafi verið að hún hafi séð manninn keyra upp að nýja heimili hennar, sem hvergi var skráð. Hafi hann hrellt hana á fimm mismunandi heimilum í áratug.
‼️TW‼️
— Elísabet Ormslev 🇺🇦 (@elisabet0rmslev) February 20, 2022
Grooming, andlegt ofbeldi og umsátur
Þetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg.
Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j