Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno sem starfar nú fyrir Twitter, mun gefa 25.000 dollara, eða um þrjár milljónir króna, til Úkraínudeildar Rauða krossins.
Í gær greindi hann frá því á Twitter að hann myndi jafna framlög almennings.
Alls söfnuðust því 50 þúsund dollarar á um 14 klukkustundum, eða um sex milljónir króna.
So far I've gotten over 240 receipts totalling almost $25000 !!!
— Halli (@iamharaldur) February 26, 2022
I'll be matching that full amount so together we've raised $50000 for the people of Ukraine in 14 hours.
Thank you to everyone and please keep donating to support the innocent people of Ukraine. https://t.co/bsSpPvwWnI