Tvö lög komust áfram í úrslitakeppni Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld.
Annað þeirra var framlag systranna Siggu, Betu og Elínar, lagði Með hækkandi sól.
Hitt lagið sem komst áfram í úrslit var lag Stefáns Óla, Ljósið.
Fimm lög voru flutt í kvöld og munu fimm önnur vera flutt næsta laugardagskvöld. Úrslit keppninnar munu síðan fara fram 12. mars.