Í dag verður suðlæg átt og él sunnan- og vestanlands en annars bjart að mestu. Hiti um eða undir frostmarki. Vaxandi austanátt í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Í nótt verður austan- og norðaustan hvassviðri eða stormur og víða slydda eða snjókoma en talsverð ofankoma austan- og suðaustantil. Úrkomulítið á Suðvesturlandi.
Dregur úr vindi austantil í fyrramálið en þá verður mesti vindhraðinn á norðvestanverðu landinu, 20-28 m/s en annars austan 10-18.
Dregur úr ofankomu austan- og suðaustantil eftir hádegi. Norðvestlæg átt, víða 10-18 annað kvöld en hvessir aftur suðaustantil. Éljagangur norðanlands en annars úrkomuminna. Kólnandi veður.