Mótmæla innrás Rússa

Frá mótmælum við rússneska sendiráðið á fimmtudaginn.
Frá mótmælum við rússneska sendiráðið á fimmtudaginn. mbl.is/Árni Sæberg

Boðað hef­ur verið til mót­mæla og sam­stöðufunda í Reykja­vík, á Ak­ur­eyri og Reyðarf­irði vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Í yf­ir­lýs­ingu frá skipu­leggj­end­um seg­ir að hundruð Úkraínu­manna, Rússa, Hvít-Rússa, Eista, Letta og Lit­háa, sem búa hér á landi, ásamt Íslend­ing­um og öðrum krefj­ist vopna­hlés í Úkraínu.

Mót­mæl­in verða við rúss­neska sendi­ráðið við Túngötu 24 í Reykja­vík klukk­an 12, á Ráðhús­torg­inu á Ak­ur­eyri klukk­an 15 og á Reyðarf­irði klukk­an 15.

„Við verðum öll að gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur og kalla eft­ir sterk­um viðbrögðum stjórn­valda – til að koma í veg fyr­ir þann mann­lega harm­leik sem vof­ir yfir millj­ón­um manna,“ seg­ir meðal ann­ars í yf­ir­lýs­ingu skipu­leggj­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka