Þúsund mótmæltu innrás Rússa á þremur stöðum

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Mikill mannfjöldi mætti við rússneska sendiherrabústaðinn í dag til að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu. Mótmælin hófust á hádegi við Túngötu og er talið að um þúsund manns hafi verið á staðnum þegar mest lét.

mbl.is/Óttar Geirsson
Inga Minelgaite, ein af skipuleggjendum mótmælanna, tók til máls.
Inga Minelgaite, ein af skipuleggjendum mótmælanna, tók til máls. mbl.is/Óttar Geirsson
Mikill mannfjöldi var líkt og sjá má. Talið er að …
Mikill mannfjöldi var líkt og sjá má. Talið er að um þúsund manns hafi verið á staðnum þegar mest lét. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson

Mótmælt á Akureyri og Reyðarfirði

Þá var einnig mótmælt á ráðhústorginu á Akureyri og á Reyðarfirði og hófust þau mótmæli klukkan 15.

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, deildi myndefni frá mótmælunum á Akureyri á Facebook-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert