Hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu og þær refsiaðgerðir sem fylgt hafa í kjölfarið munu ekki aðeins hafa áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu og gasi heldur líka raska framboði á kornvörum og sólblómaolíu sem löndin tvö flytja út í miklum mæli.
Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir hjá Deloitte segir Úkraínu einn stærsta framleiðanda neongass, sem notað er við framleiðslu á örgjörvum. Rússland framleiðir ríflega þriðjung alls palladíns en hliðarmálmurinn er einnig nýttur við örgjörvasmíði.
Á Íslandi má vænta að hækkandi olíuverð stuðli að aukinni verðbólgu. Þá gæti það hægt á viðsnúningi ferðaþjónustunnar ef hátt eldsneytisverð ýtir upp flugmiðaverði og ef svartsýnir og óttaslegnir neytendur slá ferðalögum á frest.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.