Strætó hættir að taka á móti farmiðum

Fyrirtækið gefur frest til 16. mars til að hægt sé …
Fyrirtækið gefur frest til 16. mars til að hægt sé að skipta öllum farmiðum yfir í inneign í Klapp, nýja rafræna greiðslukerfi Strætó. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Frá og með morgundeginum, 1. mars, mun Strætó ekki lengur taka við pappírsfarmiðum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Fyrirtækið gefur frest til 16. mars til að hægt sé að skipta öllum farmiðum yfir í inneign í Klapp, nýja rafræna greiðslukerfi Strætó.

Öllum farmiðum þarf að skila í móttöku Strætó á Hesthálsi 14, 110 Reykjavík. Opið er í móttöku Strætó milli kl. 09:00-16:00 á virkum dögum. Lokað er um helgar.

Ljósmynd/Aðsend

Hægt að senda farmiðana með pósti

Í tilkynningu frá Strætó segir að þeir sem ekki komast á Hestháls 15 geta sent sína farmiða með pósti. Þá sé nauðsynlegt að stofna aðgang að „Mínum síðum“ á Strætó með símanúmeri og netfangi.

Senda þarf síðan farmiðana í pósti á heimilisfangið Strætó bs. Hestháls 14, 110 Reykjavík. Í tilkynningunni segir að nauðsynlegt sé að hafa nafn, símanúmer eða netfang með í bréfinu. Lagt er síðan inn á „veski“ viðkomandi símanúmers eða netfangs sem fylgir með bréfinu.

Hægt er að senda fyrirspurnir í gegnum klappid@klappid.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka