Strætó hættir að taka á móti farmiðum

Fyrirtækið gefur frest til 16. mars til að hægt sé …
Fyrirtækið gefur frest til 16. mars til að hægt sé að skipta öllum farmiðum yfir í inneign í Klapp, nýja rafræna greiðslukerfi Strætó. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Frá og með morg­un­deg­in­um, 1. mars, mun Strætó ekki leng­ur taka við papp­írs­farmiðum á höfuðborg­ar­svæðinu og á lands­byggðinni.

Fyr­ir­tækið gef­ur frest til 16. mars til að hægt sé að skipta öll­um farmiðum yfir í inn­eign í Klapp, nýja ra­f­ræna greiðslu­kerfi Strætó.

Öllum farmiðum þarf að skila í mót­töku Strætó á Hest­hálsi 14, 110 Reykja­vík. Opið er í mót­töku Strætó milli kl. 09:00-16:00 á virk­um dög­um. Lokað er um helg­ar.

Ljós­mynd/​Aðsend

Hægt að senda farmiðana með pósti

Í til­kynn­ingu frá Strætó seg­ir að þeir sem ekki kom­ast á Hest­háls 15 geta sent sína farmiða með pósti. Þá sé nauðsyn­legt að stofna aðgang að „Mín­um síðum“ á Strætó með síma­núm­eri og net­fangi.

Senda þarf síðan farmiðana í pósti á heim­il­is­fangið Strætó bs. Hest­háls 14, 110 Reykja­vík. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að nauðsyn­legt sé að hafa nafn, síma­núm­er eða net­fang með í bréf­inu. Lagt er síðan inn á „veski“ viðkom­andi síma­núm­ers eða net­fangs sem fylg­ir með bréf­inu.

Hægt er að senda fyr­ir­spurn­ir í gegn­um klappid@klappid.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert