Síðasta kvöldið í Vinabæ

Það var góð stemning meðal gesta í Vinabæ í Skipholti …
Það var góð stemning meðal gesta í Vinabæ í Skipholti í gærkvöldi þegar bingó var spilað þar í síðasta sinn. Ríflega 30 ára sögu er lokið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var tregablandin stund í gærkvöldi þegar síðasta bingókvöldið var haldið í Vinabæ í Skipholti. Húsið hefur verið selt og starfseminni verður hætt. Bingóspilarar fylltu húsið og margir fastagestir lýstu því yfir að þeir myndu sakna veru sinnar þar. Sumir gestanna hafa mætt reglulega frá upphafi.

Bingó nýtur vinsælda um heim allan en hér á landi hefur Stórstúka Íslands staðið fyrir bingó síðan árið 1982. Hið fyrsta fór fram í Kaffiteríunni í Glæsibæ og var hæsti vinningur vöruúttekt fyrir þrjú þúsund krónur. Á þetta fyrsta bingó komu 17 gestir. Frá árinu 1990 hefur starfsemin farið fram í Vinabæ, þar sem áður var Tónabíó.

Komið hefur fram í fjölmiðlum að ásókn í bingó hafi dregist saman síðustu ár. Þá hafa samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar sömuleiðis sett strik í reikninginn enda hefur ekki verið hægt að hafa opið nema í skorpum síðustu tvö ár.

Sumir voru heppnari en aðrir.
Sumir voru heppnari en aðrir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert