Færri standa sig þrátt fyrir hækkun

Ástand bíls vegið og metið í skoðunarstöð.
Ástand bíls vegið og metið í skoðunarstöð. mynd/mbl.is

Hækkun vanrækslugjalds á síðasta ári hefur ekki orðið til þess að færri hafi trassað að færa ökutæki sín til skoðunar. Raunar var vanrækslugjaldið lagt á fleiri eigendur ökutækja á síðasta ári en gert hafði verið í þrjú ár þar á undan. Heildartekjur ríkisins af vanrækslugjaldi hækkuðu verulega vegna þessa og hækkunar gjaldsins. Þær voru 520 milljónir kr. á síðasta ári. Samtals hafa verið innheimtir tæpir 5 milljarðar króna á þrettán árum.

Hækkað um 5 þúsund krónur

Vanrækslugjald er lagt á eigendur ökutækja sem mæta ekki með þau í lögboðna skoðun innan gefins tímafrests. Gjaldið var lengi 15 þúsund krónur fyrir venjulega einkabíla en hækkaði í 20 þúsund í maí á síðasta ári. Gjaldið er 40 þúsund fyrir stærri fólksflutningabíla og vöruflutningabíla.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

mynd/mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert