Horft á möguleika Íslands sem herlausrar þjóðar

Katrín ræddi við Stoltenberg í kvöld.
Katrín ræddi við Stoltenberg í kvöld. AFP

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í kvöld um áhrif innrásar Rússa í Úkraínu, mat á stöðunni og langtímastefnumótun bandalagsins. 

Spurð hvort rædd hafi verið aðkoma Íslands að refsiaðgerðum vegna innrásarinnar segir Katrín:

„Stoltenberg lýsti skýrt yfir ánægju sinni með samstöðuna innan bandalagsins. Auðvitað höfum við bæði tekið þátt í efnahagslegum refsiaðgerðum með Evrópusambandinu en einnig tekið þátt í öðrum aðgerðum eins og að loka lofthelginni, takmarka vegabréfsáritanir. En við höfum líka verið að horfa á það hvað við getum gert sem herlaus þjóð í mannúðaraðstoð,“ segir Katrín.

Katrín Jakobsdóttir og Jens Stoltenberg í kvöld.
Katrín Jakobsdóttir og Jens Stoltenberg í kvöld. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Úr einni milljón í tvær milljónir evra í mannúðaraðstoð frá Íslandi

Í því samhengi upplýsti hún Stoltenberg um að framlag Íslands í formi mannúðaraðstoðar til Úkraínu hafi verið tvöfaldað í dag, úr einni milljón evra í tvær milljónir evra. „Það skiptir miklu máli hvað við getum lagt að mörkum á okkar forsendum,“ segir Katrín. 

Katrín mun þá jafnframt flytja aðalræðu á viðburði á vegum jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í Brussel. „Ég notaði tækifærið og minnti Stoltenberg á að vi ðgetum ekki sett jafnréttismál eða loftlagsmál til hliðar þótt þessi krísa standi yfir,“ segir hún. Þá mun Katrín eiga nokkra fundi í viðbót á næstunni, þar á meðal fund með forsætisráðherra Belgíu, Alexander De Croo. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert