78% Íslendinga með áskrift að Netflix

77,8 prósent Íslendinga eru áskrifendur að Netflix.
77,8 prósent Íslendinga eru áskrifendur að Netflix. Ljósmynd/AFP OLIVIER DOULIERY

Íslenskum áskrifendum Disney+ fjölgaði úr 24% í 43% á milli áranna 2021 og 2022.

Flestir Íslendingar eru áskrifendur að Netflix (77,8%), þar á eftir Sjónvarpi Símans Premium (43,2%), og þar á eftir Disney+ (43,1%).

Kemur þetta fram í könnun Maskínu sem gerð var dagana 14.-19. janúar 2022 og voru svarendur 952 talsins.

Fólk búsett í Reykjavík er líklegast til þess að vera áskrifendur að Netflix (81,4%), næstlíkegast að Disney+ (47,3%) en 27,9% eru áskrifendur að Stöð 2 og 31,9% áskrifendur að Sjónvarpi Símans Premium.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert