Beint: Léttum á umferðinni 2022

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forsætisráðherra, innviðaráðherra og borgarstjóri eru meðal frummælenda á opnum fundi um samgöngumál sem haldinn verður í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 9. 

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan.

Yfirskrift fundarins er Léttum á umferðinni 2022. Á fundinum munu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi taka til máls meðal annarra sem fara yfir stærstu verkefnin sem áætluð eru í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins.

Fundurinn hefst með því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson tilkynna um úrslit í hugmyndasamkeppni um endurgerð Lækjartorgs.

Þar á eftir mun sigurtillagan verða kynnt en um að er að ræða gagngera breytingu á torginu.

Farið verður yfir stöðuna á Borgarlínuverkefninu og munu fulltrúar háskólanna í Reykjavík, forsvarsmenn stærstu fasteignafélaganna á höfuðborgarsvæðinu auk Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra í Kópavogi fara yfir möguleikana sem Borgarlínan skapar til þéttingar og uppbyggingar.

Kynning verður á Öldu – brúnni sem tengir Reykjavík og Kársnes í Kópavogi með Borgarlínunni sem skapar mikil tækifæri fyrir þá sem búa báðum megin Fossvogs.

Kynnt verða uppbyggingaráform í kringum umferðarstokkana sem byggðir verða á Sæbraut og Miklubraut.

Að lokum mun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fara yfir stöðu Sundabrautarverkefnisins og næstu skref varðandi Sundabraut.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka