Segist hafa farið eftir leiðbeiningum ráðuneyta

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa farið í einu og öllu eftir leiðbeiningum sem veittar voru í minnisblaði frá forsætis-, innviða- og fjármálaráðuneyti, sem fór fyrir ríkisstjórn í desember vegna verklags við fjölgun ráðuneyta.

Umboðsmaður Alþingis komst að því í dag að tímabundin setning Ásdísar Höllu í embætti ráðuneytisstjóra án undangenginnar auglýsingar hefði ekki verið í samræmi við lög.

„Staðreyndin er sú að ég hefði fagnað því að geta auglýst tímanlega og skipað strax í stað þess að setja tímabundið, það var leiðin sem ég vildi fara frá upphafi, en til þess hefði ég þurft að fara gegn ráðleggingum stjórnarráðsins,“  segir í yfirlýsingu frá Áslaugu Örnu.

Ekki líkur á að setningin yrði metin ógild af dómstólum

Hafi hún tekið þá ákvörðun að auglýsa embætti ráðuneytisstjóra og samkvæmt minnisblaðinu hafi ekki verið forsendur fyrir öðru en að setja ráðuneytisstjóra tímabundið á meðan auglýst væri og ekki væri lögformlegur grundvöllur til að auglýsa fyrr en forsetaúrskurður birtist. 

„Í niðurstöðu umboðsmanns kemur skýrt fram að hann telur ekki líkur á að umrædd setning í embættið yrði af dómstólum metin ógild og jafnframt liggi fyrir að umrætt embætti hafi þegar verið auglýst,“ segir í yfirlýsingunni.

„Niðurstaða umboðsmanns dregur einnig fram að mínu mati mikilvægi þess að ákvæði starfsmannalaga verði endurskoðuð með tilliti til þess tómarúms sem skapast frá því að ákvörðun um að stofna nýtt ráðuneyti er tekin og þangað til því er komið á fót í forsetaúrskurði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert