Björn hættir sem formaður SGS

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. mbl.is/Eggert

Björn Snæ­björns­son ætl­ar að hætta sem formaður Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS) á 8. þingi þess sem haldið verður í Hofi á Ak­ur­eyri dag­ana 23.-25. mars. Þar verður kosið til for­manns, vara­for­manns og í fram­kvæmda­stjórn SGS.

„Ég til­kynnti um þetta í vor inn­an okk­ar raða,“ sagði Björn í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Ég er orðinn 69 ára og bú­inn að vera formaður í tólf ár. Það er kom­inn tími til að láta ein­hverj­um öðrum þetta eft­ir.“ Hann kvaðst ætla að ljúka kjör­tíma­bili sínu sem formaður stétt­ar­fé­lags­ins Ein­ing­ar-Iðju en því lýk­ur vorið 2023. En hvernig met­ur Björn stöðuna nú þegar hann stíg­ur upp úr sæti for­manns SGS?

„Fram und­an eru kjara­samn­ing­ar sem geta orðið mjög erfiðir. Mér finnst vera meiri ófriður inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar en oft hef­ur verið. Það vek­ur mér ákveðinn ugg,“ sagði Björn.

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness (VLFA), til­kynnti um fram­boð sitt til for­manns SGS á heimasíðu VLFA þann 2. mars. Hann sagði að hóp­ur formanna inn­an SGS og full­trúa sem munu sitja þingið hafi skorað á hann að bjóða sig fram til for­mennsku.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka