Syntu til stuðnings Úkraínu

Sjósundsfólkið í pottinum eftir samstöðusundið.
Sjósundsfólkið í pottinum eftir samstöðusundið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vaskt sjósundfólk tók sig til og synti í Nauthólsvík með gular og bláar sundhettur í gærkvöldi, til þess að sýna samstöðu með Úkraínumönnum. Úkraínska þjóðin hefur gengið í gegnum ýmsar þrautir síðastliðna daga eftir að Rússar gerðu innrás í landið aðfaranótt fimmtudagsins 24. febrúar.

Fjölmargir Íslendingar hafa lagt sitt af mörkum til þess að sýna úkraínsku þjóðinni stuðning vegna árása Rússa sem virðist hvergi ætla að linna. Í gær efndi Blaðamannafélag Íslands til söfnunar fyrir fjölmiðla í Úkraínu, mótmæli hafa verið haldin af ungliðahreyfingum fyrir utan rússneska sendiráðið auk þess sem fjölmargar safnanir hafa verið settar á fót til styrktar Úkraínumönnum.

Þá hafa í það minnsta 30 manns frá Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en búist er við því að sú tala eigi eftir að hækka. Munu flóttamenn frá landinu fá svokallaða fjöldavernd, að sögn dómsmálaráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert