Áfram í haldi eftir skotárás í Grafarholti

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum á þrítugsaldri vegna árásar í Grafarholti í febrúar þar sem skotið var á karl og konu hefur verið framlengt.

Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Gæsluvarðhaldið átti að renna út síðastliðinn föstudag.

Spurður segir hann rannsókn málsins í fullum gangi en getur ekkert sagt til um hvort tengsl séu á milli árásarinnar og annarrar skotárásar í miðbæ Reykjavíkur skömmu síðar.

Ann­ar maður­inn var hand­tek­inn í hús­næði við Miklu­braut morg­un­inn eft­ir skotárás­ina í Grafarholti þar sem lög­regla og sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra voru með mik­inn viðbúnað. Hinn maður­inn var hand­tek­inn eft­ir há­degi sama dag. Lagt var hald á öku­tæki og skot­vopn, sem lög­regl­an tel­ur að hafi verið notuð við verknaðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert