Fæðingum hefur fjölgað undanfarin ár

Skráðum fæddum fjölgar.
Skráðum fæddum fjölgar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Skráðir fæddir hjá Þjóðskrá Íslands voru 4.875 í fyrra eða 664 fleiri en árið 2018 þegar þeir voru 4.211. Skráðum fæddum hefur fjölgað ár frá ári undanfarin fjögur ár, samkvæmt tölum Þjóðskrár.

Ágústmánuður í fyrra sló met hvað varðar fjölda skráðra fæddra á þessu fjögurra ára tímabili en þá voru skráðir fæddir 448. Júlí 2021 kom næstur með 445 skráða fædda og maí 2021 var í þriðja sæti með 438 skráða fædda yfir allt tímabilið.

Fæstir skráðir fæddir á þessu tímabili voru í febrúar 2018 þegar þeir voru 281 og var það eini mánuðurinn með færri en 300 skráða fædda á tímabilinu.

Nærri 2/3 nýfæddra barna 2021 voru á höfuðborgarsvæðinu eða 3.200 af alls 4.875. Fæst voru þau á Vestfjörðum eða 79 og erlendis voru skráðir fæddir 35.

Mynd/mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert