Stjarnan innleiðir jafnlaunakerfi

Fulltrúar Stjörnunnar og Origo við undirskrift samsatarfssamnings um jafnlaunakerfi. Frá …
Fulltrúar Stjörnunnar og Origo við undirskrift samsatarfssamnings um jafnlaunakerfi. Frá vinstri: Pétur Bjarnason, Kristín Hrefna Halldórsdóttir, Inga Steinunn Björgvinsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Sigurður Bjarnason, Ísleifur Örn Guðmundsson. Ljósmynd/Aðsend

Origo og handknattleiksdeild Stjörnunnar hafa gert með sér samstarfssamning sem gerir Stjörnunni að innleiða jafnlaunakerfi í samræmi við lög um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna, fyrst íslenskra íþróttafélaga.

Fram kemur í tilkynningu frá handknattleiksdeild Stjörnunnar að deildin hafi „verið leiðandi í að jafna stöðu kynjanna innanbúða hjá félaginu og vill nú sýna það enn betur í verki með því að taka formlegt skref í anda jafnlaunavottunar og innleiða verklag sem stuðst er við í vottuðum jafnlaunakerfum.“

„Jafnrétti hefur verið okkur hugleikið, við viljum nú taka formlegt skref og brjóta blað í sögunni með því að innleiða jafnlaunakerfi fyrir handknattleiksdeild Stjörnunnar. Justly Pay og Origo gera okkur kleift að taka þetta skref sem væri okkur torfært án þessa gagnlega hjálpartækis,“ er haft eftir Pétri Bjarnasyni formanni handknattleiksdeildar Stjörnunnar.

Justly Pay er lausn sem hjálpar aðilum að búa til jafnlaunakerfi sem uppfyllir kröfur jafnlaunastaðalsins og er svo rekið í gæðastjórnunarlausninni CCQ. Með Justly Pay fylgja skjöl sem uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins, eyðublað fyrir jafnlaunaábendingar og úttektaráætlun með innbyggðum spurningum sem hjálpa aðilum að fá og reka vottað jafnlaunakerfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert