Umhverfis- og orkumálaráherra hefur boðað til fundar það sem að skýrsla um stöðu og áskoranir í orkumálum verður kynnt.
Fundurinn fer fram í Hörpu og hefst klukkan 14 í dag.
Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum.
Verða niðurstöður hans kynntar á fundinum sem horfa má á í beinu streymi hér að neðan.
Starfshópurinn var skipaður eftirfarandi aðilum:
Þau Erla Sigríður Gestsdóttir, sérfræðingur og Magnús Dige Baldursson, lögfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu störfuðu með starfshópnum.
Hópurinn hafði þá samráð við sérstakan samráðshóp ráðuneytisins og stofnana auk þess að á fjórða tug hagaðila lögðu starfshópnum lið við vinnu skýrslunnar.