81 á spítala með Covid-19

Starfsfólk Landspítala í hlífðarfatnaði.
Starfsfólk Landspítala í hlífðarfatnaði. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

81 sjúklingur liggur á spítölum landsins með Covid-19, þar af 69 á Landspítala. 6 af þessum 81 eru á gjörgæslu. Meðalaldur innlagðra á Landspítala er 71 ár.

Landspítali er á neyðarstigi vegna faraldursins. Í tilkynningu frá spítalanum í gær sagði að staðan þar væri „áfram mjög þung“.

2.778 kórónuveirusmit greindust í gær en 5.880 sýni voru tekin. Því er jákvætt hlutfall sýna um 47%.

Um 40% smitast af Covid-19

76 sem smitaðir hafa verið af Covid-19 hafa alls látist á Íslandi frá upphafi faraldurs.

Þá hafa ríflega 40% íslensku þjóðarinnar greinst með kórónuveirusmit frá upphafi og 0,9% greinst smituð oftar en einu sinni. Að meðaltali hefur hver Íslendingur farið 3,3 sinnum í sýnatöku.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert