Kostnaður við sóttvarnahótel rúmir 4 milljarðar

Starfsmaður á sóttvarnahóteli.
Starfsmaður á sóttvarnahóteli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kostnaður ríkisins við leigu og rekstur sóttvarnahótela er orðinn rúmir 4 milljarðar króna frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. 

Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins á Alþingi.

<span>Njáll Trausti spurði hver hefur kostnaður ríkisins verið fyrir hverja nótt að meðaltali á sóttvarnahótelum og frá því að heimsfaraldurinn hófst. Heilbrigðisr</span>áðuneytið sendi fyrirspurnir til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Sjúkratrygginga Íslands og í svörum þaðan kom fram að kostnaður ríkisins fyrir hverja nótt hefur verið að meðaltali 4.758 kr. hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, 15.735 kr. hjá Sjúkratryggingum Íslands og 16.000 kr. hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, frá því að heimsfaraldurinn hófst.

Þá er heildarkostnaður ríkisins við leigu og rekstur sóttvarnahótela frá því að faraldurinn hófst 4.086.443.262 krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert