„Sef með skófluna upp í"

Skáli Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum er á kafi í snjó
Skáli Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum er á kafi í snjó Ljósmynd: Heiðrún Ólafsdóttir

Marg­ir eru orðnir langþreytt­ir á mikl­um snjó þenn­an vet­ur­inn en Heiðrún Ólafs­dótt­ir, skála­vörður í Land­manna­laug­um, tek­ur tíðinni með stóískri ró.

Heiðrún er ein á svæðinu en snjóþung­inn er mun meiri en geng­ur og ger­ist í byggð eins og sjá má á mynd­un­um frá henni. Hún hef­ur aldrei séð eins mik­inn snjó í Land­manna­laug­um og þarf dag­lega að moka sér leið á milli húsa.

Vetrarríki við Landmannalaugar
Vetr­ar­ríki við Land­manna­laug­ar Ljós­mynd: Heiðrún Ólafs­dótt­ir

Sef­ur með skófl­una upp í

„Ég sef með skófl­una upp í, ef það er þannig veður,“ seg­ir Heiðrún í viðtali við mbl.is og hlær. Hún kemst inn í skál­ann í gegn­um litla holu en fyrsta verk dags­ins er alltaf að finna aðrar flótta­leiðir ör­ygg­is­ins vegna, en þær eru þrjár eins og er.

Fyr­ir skömmu ætlaði Heiðrún að fá sér kaffi­bolla eft­ir að hafa grafið sig inn í húsið, en þurfti fyrst að grafa í klukku­tíma í viðbót til að geta skrúfað frá gasinu svo að upp­á­hell­ing­in myndi tak­ast.

Holan sem Heiðrún þarf að skríða í gegn um.
Hol­an sem Heiðrún þarf að skríða í gegn um. Ljós­mynd: Heiðrún Ólafs­dótt­ir

„Það er skammt stórra högga á milli,“ seg­ir Heiðrún á meðan hún drekk­ur kaffið sitt úti í veður­blíðunni en í gær var rok og slydda og „ekki hundi út sig­andi“ eins og kem­ur fram í frétt Ferðafé­lags Íslands.

Nóg að gera

Þó það sé ekki alltaf annað fólk á svæðinu hef­ur Heiðrún ætíð nóg að gera við að und­ir­búa komu næstu gesta, sem flest­ir koma um helg­ar. Í fe­brú­ar eykst straum­ur fólks að skál­an­um, ef færð leyf­ir, en ásamt þeim sem gista kem­ur einnig fólk í dags­ferðum í laug­ina. Stærri hóp­ar koma frek­ar um helg­ar.

Mjög snjóþungt er í Landmannalaugum.
Mjög snjóþungt er í Land­manna­laug­um. Ljós­mynd: Heiðrún Ólafs­dótt­ir

Heiðrún hef­ur ekki áhyggj­ur af ein­angr­un­inni og tek­ur verk­efn­um sín­um með mik­illi yf­ir­veg­un.

Vatns­laust er eins og er en það tek­ur tíma að bræða snjó fyr­ir vatn til að elda. „Ég er í lága drif­inu hérna, það tek­ur allt góðan tíma og er mik­il nú­vit­und.“

Heiðrún lætur ekki snjóinn draga sig niður.
Heiðrún læt­ur ekki snjó­inn draga sig niður. Ljós­mynd: Heiðrún Ólafs­dótt­ir

Þegar Heiðrún hef­ur lokið dags­verk­un­um les hún gjarn­an en ætl­ar sér að læra á Ukulele í þess­ari ferð og von­ast hún til þess að ná að læra The Hou­se of the Ris­ing Sun áður en hún fer næst til byggða. Einnig nýt­ir hún gjarn­an snjó­inn og fer á göngu­skíði.

Heiðrún hvet­ur að lok­um fólk til að drífa sig upp í bíl og koma strax, enda sé veðrið gott að Fjalla­baki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka