Kom heim frá Úkraínu og varð meistari

Margeir Pétursson teflir.
Margeir Pétursson teflir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Taflfélag Reykjavíkur varð Íslandsmeistari skákfélaga en keppninni lauk um síðustu helgi. Teflt var í Egilshöll í Reykjavík. TR háði æsispennandi keppni við Taflfélag Garðabæjar allt til loka.

Með liði TR tefldu meðal annars úkraínski stórmeistarinn Mykhaylo Oleksiyenko og stórmeistarinn Margeir Pétursson. Hann er búsettur í Úkraínu og hefur mikið verið í fréttum vegna atburðanna þar í landi. Þess má geta að Margeir varð Íslandsmeistari skákfélaga í fyrsta skipti sem keppnin fór fram, 1974-1975, eða fyrir tæpri hálfri öld.

Taflfélag Garðabæjar varð öðru sæti og Víkingaklúbburinn í því þriðja. Þessi þrjú liða hafa öll tryggt sér keppnisrétt á Evrópumóti félagsliða sem fram fer í haust. Skákfélag Akureyrar féll í 1. deild

Skákdeild KR vann sigur í 1. deild og tryggði sér keppnisrétt í úrvalsdeild að ári. KR-ingar náðu efsta sætinu af Taflfélagi Vestmannaeyja eftir lokaumferðina en Eyjamenn höfðu haft forystu allt mótið nema í lokin. TV lenti í öðru sæti og Skákfélag Selfoss og nágrennis í því þriðja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert