Smitvarnir áfram nauðsynlegar

Willum Þór Þórsson
Willum Þór Þórsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heilbrigðisráðuneytið hvetur fólk til að gæta áfram að smitvörnum þótt öllum opinberum sóttvarnaraðgerðum hafi verið aflétt. Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Bent er á að nýgengi smita sé enn hátt í samfélaginu og álag mikið á heilbrigðiskerfið.

Almenningur í landinu geti haft áhrif á þetta með einstaklingsbundnum smitvörnum sínum.

„Ég hvet fólk til leggja þannig sitt af mörkum til að vernda viðkvæma hópa og verja heilbrigðiskerfið fyrir miklu álagi,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert