Vill fjármagn í Sundabraut, ekki Strætó

Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ.
Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ.

Frá árinu 2011 hefur verið í gildi viljayfirlýsing þess efnis að fresta skuli stórum framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu, en þess í stað skuli fjármagni streymt í óarðbæran rekstur Strætó, að því er fram kemur í bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins í Mosfellsbæ.

Bókunin var lögð fram á bæjarstjórnarfundi í Mosfellsbæ í tengslum við umræðum um Sundabraut.

mbl.is/Hari

Í bókuninni kemur fram að miðað við nýlegan stjórnarfund Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu bendi allt til þess að framlengja eigi þennan samning.

Ef af verður fer fjármagn framtíðarinnar, sem fer nú í óarðbæran rekstur Strætó, greinilega ekki í besta kostinn. Samkvæmt félagshagfræðilegri úttekt, sem kynnt var á þessum fundi bæjarráðs, er verkefnið Sundabraut hagkvæmasti kosturinn hvað samgöngumannvirki varðar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í bókun Miðflokksins í Mosfellsbæ.

Sundabraut mun liggja upp í Kolafjörð.
Sundabraut mun liggja upp í Kolafjörð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert