Óraunhæft að auka kaupmátt

Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins.
Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins. mbl.is//Sigurður Bogi

Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins, segir viðskiptaþvinganir á hendur Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu munu hafa víðtæk efnahagsleg áhrif. Þau, ásamt kórónuveirufaraldrinum, þrengi að fyrirtækjum. Því sé enn minna svigrúm til að hækka laun þegar lífskjarasamningurinn rennur sig skeið í haust.

„Það er óraunhæft að bæta kaupmátt á næstu misserum. Samtök atvinnulífsins efna kjarasamninga og Samtök iðnaðarins styðja þá nálgun að sjálfsögðu. Hins vegar höfum við verið afdráttarlaus í viðræðum okkar við verkalýðshreyfinguna um að hækkun launa við þessar aðstæður sé óskynsamleg og muni rýra frekar en auka kaupmátt. Seðlabankinn hefur talað með nákvæmlega sama hætti,“ segir Árni. Kallað var eftir aukinni orkuöflun á Iðnþingi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert