Sundabraut hagkvæmasti kosturinn

Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ.
Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ.

Til stendur að endurnýja samkomulag um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Í samningi sem gerður var 7. maí 2012  kom fram að um væri að ræða tilraunaverkefni sem átti að standa í 10 ár. Frá þeim tíma hefur ýmislegt breyst og eru skiptar skoðanir á ágæti þessa samnings.

Meðal þeirra sem setja spurningarmerki við umræddan samning er Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ, en hann telur að af óbreyttu geti öðrum hagkvæmari framkvæmdum verið frestað og nefnir t.a.m. Sundabraut í því samhengi.

Sveinn Óskar telur að ekki sé verið að ráðstafa fjármunum með sem hagkvæmustum hætti. Það samkomulag sem fyrirhugað sé að endurnýja hafi mistekist og verði umrætt samkomulag endurnýjað fari fjármagn framtíðarinnar, sem fari nú í óarðbæran rekstur Strætó, greinilega ekki í besta kostinn.

Tók hann þetta fyrir í bókun undir dagskrárlið á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar tengdum félagshagfræðilegri úttekt á Sundabraut, en samkvæmt þeirri úttekt er verkefnið Sundabraut hagkvæmasti kosturinn hvað samgöngumannvirki varðar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert