Byggja þúsund rampa um allt land

Frá kynningarfundi um Römpum upp Ísland: F.v.: Dagur B. Eggertsson …
Frá kynningarfundi um Römpum upp Ísland: F.v.: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Haraldur Þorleifsson, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðhrera og Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Það var strax tekið vel í verkefnið og því færum við út kvíarnar og tæklum allt landið næst. Strax frá byrjun verkefnisins í Reykjavík höfum við fundið fyrir miklum áhuga um allt land og því ákváðum við að slá til,“ sagði Haraldur Þorleifsson athafnamaður um átakið Römpum upp Ísland sem var formlega hleypt af stokkunum í gær.

Markmiðið með verkefninu er að byggja 1.000 rampa um land allt á næstu fjórum árum. Áður hafði Haraldur ásamt fleirum staðið að því að byggja 100 rampa í miðborg Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert