Fimm á gjörgæslu með veiruna

Frá bráðamóttöku Landspítala.
Frá bráðamóttöku Landspítala. mbl.is/Eggert Jóhannesson

88 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Fimm eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél.

Meðalaldur innlagðra er 73 ár. 

Landspítali er nú á neyðarstigi vegna faraldursins og eru því í gildi umfangsmiklar sýkingavarnir á spítalanum. 

Í tilkynningu frá spítalanum er því beint til almennings að hringja ekki á deildir spítalans í leit að upplýsingum um viðbrögð vegna Covid-19, en bent er á símanúmerið 513-1700. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert