Miðbærinn stækkaður út í hraun

Kort/mbl.is

Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyja hefur verið falið að skrifa minnisblað um hvernig standa skuli að því að útbúa lóðir í svokallaðri FES-brekku á Nýja hrauni. Þar er skilgreint þróunarsvæði í aðalskipulagi sem tilheyrir miðbænum. Hugmyndir eru um að efna til íbúakosningar um þetta mál.

Skortur er á fjölbreyttum lóðum í Vestmannaeyjum og þörf fyrir ný byggingasvæði. Það á meðal annars við um miðbæinn en þar er ásókn í lóðir. Þróunarsvæðið sem nú er verið að hugsa um að taka undir nýbyggingar liggur austan við miðbæ, á mótum Kirkjuvegar og Skansvegar. Þar var byggð fyrir gos, aðallega íbúðabyggð en einnig gamla rafstöðin og Heimatorg.

Fulltrúar meirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði lögðu til þegar málið var til umfjöllunar í ráðinu að starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs myndi safna gögnum um málið og skrifa minnisblað um næstu skref. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins féllust á að það yrði gert. Þeir lögðu jafnframt til að tillaga um að grafa inn í hraunið verði sett í íbúakosningu og tóku fulltrúar meirihlutans undir þá hugmynd.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert