Reykjavíkurdætur og systratríóið Sigga, Beta og Elín komust áfram í úrslitaeinvígið í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi í kvöld.
Alls kepptu fimm lög til úrslita, en símakosning og val alþjóðlegar dómnefndar réðu því hvaða atriði komust áfram í úrslitaeinvígið.
Símakosning ræður því síðan hvort atriðanna tveggja fer alla leið til Torínó á Ítalíu þar sem Eurovision fer fram í maí.
Þau fimm atriði sem kepptu til úrslita í kvöld voru auk Reykjavíkurdætra, Siggu, Betu og Elínar voru söngkonan Katla, söngvarinn Stefán Óli og dúóið Amarosis.