Beðið úrskurðar Landsréttar í máli Aðalsteins

Beðið er úrskurðar Landsréttar í málinu.
Beðið er úrskurðar Landsréttar í málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er beðið úrskurðar Landsréttar vegna máls Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, en Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu í lok febrúar lögreglu hefði ekki verið heimilt að veita honum réttarstöðu sakbornings í rannsókn vegna umfjöllunar um skæruliðadeild Samherja.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kærði hins vegar úrskurð héraðsdóms til Landsréttar.

Búið er að skila öllum greinargerðum í málinu og skriflegur málflutningur hefur farið fram, þannig nú er beðið úrskurðar. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins, segir erfitt að segja til um það hvenær úrskurðar megi vænta, en það fari sjálfsagt að styttast í það.

Þrír aðrir blaðamenn fengu réttarstöðu sakborninga í málinu en gera má ráð fyrir að úrskurðurinn nái til þeirra líka.

Lög­reglu­stjór­inn á Norður­landi eystra hafði boðað blaðamenn­ina fjóra til skýrslu­töku í tengsl­um við rann­sókn á broti gegn friðhelgi einka­lífs­ins, en Aðal­steinn ákvað að láta reyna á lög­mæti aðgerða lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert