Hús risið á umdeildri lóð á Skólavörðustíg

Húsið við Skólavörðustíg.
Húsið við Skólavörðustíg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þriggja hæða nýbygging er risin við Skólavörðustíg 36. Hún kemur í stað húss sem rifið var í óleyfi í október árið 2020.

Málið vakti mikla athygli þar sem um var að ræða hús sem var friðað vegna hverfisverndar. Það var talið hafa menningarsögulegt gildi sem hluti af heillegri byggð húsa frá 3. áratugi 20. aldar á Skólavörðuholti.

Eigandi hússins hafði fengið leyfi fyrir því að bæta einni hæð ofan á húsið. Ekkert leyfi til niðurrifs hafði verið veitt.

Óljóst er hvers kyns starfsemi verður í húsinu en Birgir Örn Arnarson, eigandi hússins, vildi ekki tjá sig þegar Morgunblaðið leitaði svara. Hann hyggst tjá sig um málið og ferlið við Reykjavíkurborg síðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert