Alvarleg einkenni auka líkur á kvíða og þunglyndi

Meiri líkur eru á alvarlegum sálrænum einkennum eftir erfið Covid-veikindi.
Meiri líkur eru á alvarlegum sálrænum einkennum eftir erfið Covid-veikindi. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar benda til þess að al­var­leiki veik­inda af völd­um COVID-19-sjúk­dóms­ins sé ákv­arðandi þátt­ur um hætt­una á langvar­andi sál­ræn­um ein­kenn­um meðal þeirra sem sýkj­ast. Al­mennt virðast þó áhrif Covid-19 á and­lega heilsu vera skamm­vinn.

Al­gengi kvíða og þung­lyndis­ein­kenna meðal þeirra sem voru rúm­liggj­andi vegna Covid-19 leng­ur en í viku er hins veg­ar um 50 til 60 pró­sent meira en þeirra sem ekki höfðu greinst með sjúk­dóm­inn, sam­kvæmt niður­stöðunum.

Rann­sókn­in náði til um 250 þúsund ein­stak­linga í sex lönd­um, þar á meðal á Íslandi. Hún er unn­in und­ir for­ystu vís­inda­fólks við Miðstöð í lýðheilsu­vís­ind­um við Há­skóla Íslands en niður­stöðurn­ar birt­ust í gær í vís­inda­tíma­rit­inu The Lancet Pu­blic Health.

22 pró­sent rúm­föst í viku eða leng­ur

Niður­stöðurn­ar sýna að þung­lyndis­ein­kenni og skert svefn­gæði voru al­geng­ari meðal ein­stak­linga sem höfðu greinst með Covid-19 en þeirra sem ekki höfðu greinst, en aðallega fyrstu mánuðina eft­ir grein­ingu. Hins veg­ar var al­gengi sál­rænna ein­kenna mjög breyti­legt út frá þeim fjölda daga sem ein­stak­ling­ar höfðu verið rúm­fast­ir. Um 22 pró­sent ein­stak­linga sem greinst höfðu með Covid-19 voru rúm­fast­ir í viku eða leng­ur og var al­gengi ein­kenna kvíða og þung­lynd­is meðal þeirra um 50 til 60 pró­sent meira en ein­stak­linga sem ekki höfðu greinst með sjúk­dóm­inn. Þetta aukna al­gengi al­var­legra sál­rænna ein­kenna meðal þessa hóps hélst óbreytt allt að 16 mánuðum eft­ir grein­ingu. 

„Fyrri rann­sókn­ir hafa að mestu snúið að sál­ræn­um ein­kenn­um ein­stak­linga eft­ir inn­lögn á spít­ala vegna Covid-19 til skemmri tíma. Þess­ar niður­stöður benda til þess að al­var­leiki Covid-19 veik­inda sé ákv­arðandi þátt­ur þegar kem­ur að sál­ræn­um ein­kenn­um, einnig til lengri tíma,“ seg­ir Ingi­björg Magnús­dótt­ir, doktorsnemi við Miðstöð í lýðheilsu­vís­ind­um og fyrsti höf­und­ur vís­inda­grein­ar­inn­ar.

Meiri kvíði hjá ósmituðum en ein­kenna­litl­um 

Á hinn bóg­inn sýna niður­stöðurn­ar að al­gengi þung­lynd­is- og kvíðaein­kenna hjá þeim sem höfðu lít­il ein­kenni vegna Covid-19 var minna en hjá þeim sem aldrei höfðu greinst.

Ósmitaðir virðast upplifa meiri kvíða og þunglyndiseinkenni enn þeir sem …
Ósmitaðir virðast upp­lifa meiri kvíða og þung­lyndis­ein­kenni enn þeir sem veikj­ast lítið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Það er hugs­an­legt að það verði ákveðinn létt­ir meðal ein­kenna­lít­illa ein­stak­linga eft­ir að sýk­ing­in er yf­ir­staðin að geta horfið aft­ur til fyrra lífs án þess að hafa áhyggj­ur af áhrif­um á lengri tíma líðan. Þetta birt­ist mögu­lega í minni tíðni sál­rænna ein­kenna meðal þeirra í sam­an­b­urði við ein­stak­linga sem enn hafa áhyggj­ur af því að smit­ast og þurfa að tak­marka fé­lags­leg sam­skipti,“ seg­ir Unn­ur A. Valdi­mars­dótt­ir, pró­fess­or og ábyrgðar­höf­und­ur grein­ar­inn­ar. 

Áhrif á and­lega líðan al­mennt skamm­vinn

Sam­an­tekið benda niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar til þess að al­mennt séu áhrif Covid-19 á and­lega líðan skamm­vinn en að al­var­leiki Covid-19-veik­inda sé mik­il­væg­ur for­spárþátt­ur um hættu á sál­ræn­um ein­kenn­um til lengri tíma. Þá benda þess­ar niður­stöður til þess að mögu­lega þurfi sér­staka eft­ir­fylgd með ein­kenn­um þeirra sem veikj­ast illa af Covid-19.

Rann­sókn­in er hluti af COVIDMENT-rann­sókn­ar­verk­efn­inu en að því kem­ur vís­inda­fólk frá Svíþjóð, Dan­mörku, Nor­egi, Eistlandi og Skotlandi auk Íslands. Helsta mark­mið rann­sókna­sam­starfs­ins er að auka þekk­ingu á langvar­andi áhrif­um Covid-19-heims­far­ald­urs­ins á geðheilsu al­menn­ings og þá sér­stak­lega þeirra sem greinst hafa með sjúk­dóm­inn.

Rann­sókn­in sem birt­ist í gær bygg­ist á viðamikl­um fer­il­rann­sókn­um í lönd­un­um sex, þar á meðal hinni um­fangs­miklu rann­sókn „Líðan þjóðar á tím­um Covid-19“ sem vís­inda­fólk við Miðstöð í lýðheilsu­vís­ind­um ýtti af stað í upp­hafi far­ald­urs­ins hér á landi. Í þess­um fer­il­rann­sókn­um svöruðu 250 þúsund ein­stak­ling­ar spurn­ingalist­um um sál­ræn ein­kenni en af þeim höfðu um 10 þúsund ein­stak­ling­ar greinst með Covid-19 í ág­úst 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka