Slökkt á stærsta ljósbogaofninum

Elkem rekur kísilmálmverksmiðjuna. Hún hóf starfsemi árið 1979 eftir stormasaman …
Elkem rekur kísilmálmverksmiðjuna. Hún hóf starfsemi árið 1979 eftir stormasaman undirbúning. mbl.is/Sigurður Bogi

Veru­lega hef­ur verið dregið úr fram­leiðslu í kís­il­málm­verk­smiðju Elkem á Grund­ar­tanga. Slökkt hef­ur verið á ein­um ljós­boga­ofni, þeim stærsta af þrem­ur. Ástæðan er skerðing Lands­virkj­un­ar á af­hend­ingu raf­magns til fyr­ir­tæk­is­ins en það er gert í formi end­ur­kaupa á þegar seldri orku.

Lands­virkj­un til­kynnti und­ir lok síðustu viku að vegna versn­andi vatns­bú­skap­ar á há­lend­inu, einkum í Þóris­vatni, hafi þurft að grípa til allra til­rækra úrræða. Meðal ann­ars hafi verið virkjuð ákvæði í samn­ing­um við stór­not­end­ur um end­ur­kaup á for­gangs­orku. Það fel­ur í sér að orka sem fyr­ir­tækið hef­ur keypt er keypt til baka gegn gjaldi sem til­greint er í samn­ing­um. Viðskipta­vin­um er bætt tapið að ein­hverju leyti með skaðabót­um í formi greiðslna sem nema marg­földu orku­verði. Síðast varð Elkem fyr­ir skerðingu á af­hend­ingu raf­orku á ár­inu 2014. Þá voru aðstæður í vatns­bú­skap svipaðar og nú og til­kynnti Lands­virkj­un um skerðing­ar til stór­not­enda og hita­veitna á köld­um svæðum und­ir lok fe­brú­ar. Skerðing­arn­ar stóðu þar til í byrj­un maí og ástandið á há­lend­inu tók að lag­ast.

Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem.
Álf­heiður Ágústs­dótt­ir, for­stjóri Elkem. Ljós­mynd/​Aðsend

Reynt að vernda starfs­fólk

Þetta úrræði er aðeins í samn­ing­um við eitt fyr­ir­tæki og kom fram í frétt Morg­un­blaðsins fyr­ir helgi að end­ur­kaup­in gætu numið um 40 gíg­awatt­stund­um. Álf­heiður Ágústs­dótt­ir, for­stjóri Elkem Ísland, staðfest­ir að skerðing­arn­ar eigi við kís­il­málm­verk­smiðjuna á Grund­ar­tanga. Hún seg­ir að skerðing­in sé byrjuð að hafa áhrif á starf­sem­ina og muni lík­lega gera það fram eft­ir apr­íl­mánuði en tek­ur fram að það fari eft­ir vatns­stöðunni hjá Lands­virkj­un. „Þetta kem­ur illa við okk­ur, eins og alla sem lent hafa í slíku, en við erum að bregðast við eins vel og við get­um.“ Spurð um áhrif á starfs­fólk seg­ir Álf­heiður að reynt sé að vernda það eins vel og hægt er.

Fram­leiðslutap ekki ljóst

Rekst­ur verk­smiðjunn­ar á Grund­ar­tanga hófst á ár­inu 1979. Það er hluti af Elkem-sam­stæðunni í Nor­egi en eig­andi henn­ar er kín­verska fyr­ir­tækið Blu­est­ar.

Þrír ljós­boga­ofn­ar eru í verk­smiðjunni á Grund­ar­tanga, sá nýj­asti var tek­inn í notk­un árið 1999. Vegna aðgerða Lands­virkj­un­ar hef­ur stærsti ofn­inn verið tek­inn úr rekstri tíma­bundið. Fram­leiðslu­geta málmbræðslu­ofna verk­smiðjunn­ar er um 120 þúsund tonn á ári. Ekki er gefið upp hversu mikið fram­leiðslan dregst sam­an vegna skerðing­ar á orku­af­hend­ingu, for­stjór­inn seg­ir að það sé enn ekki ljóst og fari eft­ir þró­un­inni á há­lend­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka