Íslensk stjórnvöld hafa takmarkað samskipti við Rússland

Frá Rauða torginu í Moskvu.
Frá Rauða torginu í Moskvu. Ljósmynd/Pexels/Artem

Íslensk stjórn­völd hafa ákveðið að tak­marka sam­skipti, sam­starf og fundi með full­trú­um rúss­neskra stjórn­valda, hvort sem er í tví­hliða, svæðis­bundnu eða marg­hliða sam­starfi, vegna inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu. Náið sam­ráð er haft um þetta við helstu sam­starfs- og banda­lags­ríki Íslands, sam­kvæmt frétt stjórn­ar­ráðsins. Auk þess tek­ur Ísland full­an þátt í víðtæk­um þving­un­araðgerðum gagn­vart Rúss­um.

Útil­ok­un Rússa er tíma­bund­in

Rúss­land hef­ur verið úti­lokað tíma­bundið frá þátt­töku í fjöl­mörg­um alþjóðastofn­un­um sem Ísland á aðild að. Rúss­land fer nú með for­mennsku í Norður­skauts­ráðinu en hin aðild­ar­rík­in gáfu út yf­ir­lýs­ingu 3. mars og for­dæmdu til­efn­is­lausa inn­rás Rúss­lands í Úkraínu. „Í ljósi grófra brota Rúss­lands á alþjóðalög­um munu full­trú­ar ríkj­anna ekki ferðast til Rúss­lands á fundi Norður­skauts­ráðsins. Þá verður gert tíma­bundið hlé á þátt­töku í öll­um fund­um ráðsins og und­ir­stofn­ana þess,“ seg­ir í frétt­inni. Einnig hef­ur verið ákveðið að meina Rússlandi þátt­töku tíma­bundið í Evr­ópuráðinu, Eystra­salts­ráðinu, Bar­ents­ráðinu og Norðlægu vídd­inni.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert