Landsréttur vísaði í dag máli Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Stundarinnar, gegn embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, frá héraðsdómi.
Þetta segir í úrskurði Landsréttar.
Lögregla mun því halda áfram rannsókn málsins, að því er segir á vef hennar.
Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra komist að þeirri niðurstöðu að skýrslutakan væri ólögmæt, þ.e. að óheimilt væri að fá Aðalstein til skýrslutöku sem sakborning.