Bensínverðið er bara hlægilegt

„Svona puð er bara skemmtilegt og kryddar leiðangurinn,“ segir Rúnar …
„Svona puð er bara skemmtilegt og kryddar leiðangurinn,“ segir Rúnar Kjartansson úr Mosfellsbæ.

Færið var gott og leiðin greið þegar hópur ungra jeppamanna af höfuðborgarsvæðinu fór á fjöll um síðustu helgi. Nú er runninn upp sá tími vetrar að menn flykkjast inn á hálendið, þar sem eru talsverð snjóalög þessa dagana. Aðeins þak stóð upp úr skafli þegar fjallagarparnir sem hér segir frá komu sl. föstudagskvöld að skálanum á Sultarfit á Flóamannaafrétti. Sú bygging er í eigu Jeppaklúbbsins 4x4 og er vinsæl sem sæluhús á öllum tímum ársins, ekki síst yfir vetrartímann.

Puðið er skemmtilegt

„Menn urðu að taka til óspilltra málanna og moka sig niður að dyrum hússins til þess að komast inn. Svona puð er bara skemmtilegt og kryddar leiðangurinn,“ segir Rúnar Kjartansson úr Mosfellsbæ, einn þeirra sem tóku þátt í ferð síðustu helgar. Hann væntir þess að færi gefst á fleiri leiðöngrum á næstunni, svo sem um páskana.

Eyðslufrekir bílar

Algeng eyðsla jeppa í fjallaferðum er 12-15 bensínlítrar á hundraðið – og verður reyndar talsvert meiri ef allt er gefið í botn. Oft er slík raunar hluti af þeirri stemningu sem menn sækjast eftir og vilja skapa í vetrarferðum sem þessum.

„Jú, bensínverðið hækkar stöðugt samanber þróun síðustu daga. Við jeppastrákar sem elskum fjallasportið hlæjum hinsv egar bara þegar lítrinn kostar orðið 300 krónur. Sleppum þá bara einhverju öðru, svona skemmtilegar eru þessar ferðir. Maður verður að halda áfram að lifa og leika sér, þótt í heiminum sé stríð og bensínverðið sé hátt,“ segir Rúnar Kjartansson.

Nánar er rætt við Rúnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert