Gul viðvörun er um meira og minna allt land í dag og veður leiðinlegt. Á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi er gert ráð fyrir snjókomu og suðaustanhvassviðri og gæti vindhraði farið í 20 m/s í borginni en allt að 25 m/s á Suðurlandi og víða um land. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.
Áttin snýst til suðvestanáttar með morgninum og lægir þá aðeins vind. Á Suðurlandi er einnig mikil snjókoma og verður vindhraðinn meiri og allt að 25 m/s í nótt og hugsanlegur éljagangur, en lægir aðeins þegar áttin snýst í suðvestur og vindhraði þá áætlaður allt að 20 m/s. Segja má að svipað veður verði um allt land og snjókoma getur orðið að éljagangi þegar verst lætur. Akstursskilyrði eru ekki góð og skyggni lélegt.