„Hann blandar þarna saman,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is um þær fullyrðingar Sveins Óskars Sigurðsson, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Mosfellsbæ, um að þeir fjármunir sem fara í samkomulag um eflingu almennings samgangna á höfuðborgarsvæðinu væru betur varið í aðrar framkvæmdir.
Sveinn Óskar hefur nefnt Sundabraut sem hagkvæmasta kostinn hvað samgöngumannvirki varðar á höfuðborgarsvæðinu.
„Í samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið er gert ráð fyrir áframhaldandi greiðslum til eflingu almenningssamgangna,“ segir Gunnar. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður árið 2019 og gildir í 15 ár frá undirritunardegi. Heildarfjármögnun á tímabilinu er upp á 120 milljarða króna.
„Þetta er skjalfest og enginn ágreiningur er um það,“ segir Gunnar, og bætir við að „Sundabraut er annað mál sem er ekki inn í þessum sáttmála. Sundabrautin er sjálfstætt verkefni.“