Vilja efla sjóböð á Seltjarnarnesi

Vilji er til að reisa nýtt skýli og bæta sjóbaðsaðstöðuna …
Vilji er til að reisa nýtt skýli og bæta sjóbaðsaðstöðuna við Seltjörn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er æðislegur staður, einn af mínum uppáhalds,“ segir Margrét Leifsdóttir, arkitekt og áhugakona um sjóböð. Margrét hefur stundað sjóböð við Seltjörn á Seltjarnarnesi um árabil og vill bæta aðstöðu á svæðinu. Seltjörn var sjávarlón til ársins 1799 en eftir veðurofsa hvarf rif sem afmarkaði það. Þarna telja margir að sé ómengaðasti sjór á höfuðborgarsvæðinu.

Guðrún Tinna Thorlacius og Margrét Leifsdóttir kenna fólki að stunda …
Guðrún Tinna Thorlacius og Margrét Leifsdóttir kenna fólki að stunda sjóböð, meðal annars við Seltjörn á Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Aðsend

Margrét hefur lagt fram hugmyndir að nýju skýli á svæðinu og voru þær kynntar á fundi skipulags- og umferðarnefndar bæjarins á dögunum. Fyrir er á svæðinu lítið skýli sem reist var upp úr aldamótum. Haukur Geirmundsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Seltjarnarnesbæjar, stóð að uppsetningu þess á sínum tíma og líst honum vel á þessar nýju hugmyndir. Um er að ræða opinn búningsklefa, rennandi vatn svo hægt sé að skola af sér sandinn og bætta aðkomu frá göngustíg.

Björn Rúriksson, flugmaður og ljósmyndari, stundaði sjósund af kappi við …
Björn Rúriksson, flugmaður og ljósmyndari, stundaði sjósund af kappi við Seltjörn á árum áður. Myndin er tekin árið 2002. mbl.is/Árni Sæberg

„Aðstaðan þarna hefur verið töluvert mikið notuð enda eru aðstæðurnar svo góðar í sjónum fyrir neðan. Þessar hugmyndir eru á byrjunarstigi en ég vona að vel verði tekið í þær. Bætt aðstaða myndi draga fleiri að,“ segir Haukur.

 Fréttin birtist í Morgunblaðinu 16. mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert