Dauðsföllum fjölgar vegna Covid

Frá gjörgæsludeild Landspítala.
Frá gjörgæsludeild Landspítala. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Skráð andlát vegna Covid-19 voru orðin alls 91 í gær og hafði fjölgað um átta á tveimur dögum samkvæmt covid.is. Kona á sjötugsaldri lést á Landspítala 16. mars og í gær höfðu 53 látist úr Covid-19 á spítalanum.

Skráð hafa verið 54 andlát vegna sjúkdómsins frá síðustu áramótum. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis, sagði að mörg andlát aldraðra hefðu fylgt ómíkron-bylgjunni.

„Smitin eru miklu fleiri en þau voru og hlutfallslega færri smitaðra hafa dáið en í fyrri bylgjum. Af þeim 54 sem látist hafa frá áramótum eru 37 áttræðir eða eldri og átta milli sjötugs og áttræðs. Þrír hinna látnu voru undir þrítugu,“ sagði Guðrún í samtali við Morgunblaðið.

Á covid.is eru skráð andlát sem tilkynnt hafa verið til sóttvarnalæknis sem andlát tengd Covid-19 eða vegna sjúkdómsins. Læknir þarf að staðfesta andlát og skrifa dánarvottorð. Þar er tilgreind dánarorsök eða dánarorsakir og það fer til embættis landlæknis og er yfirfarið. Flest andlát tengd Covid-19 verða á sjúkrastofnunum eða dvalar- og hjúkrunarheimilum þar sem læknar starfa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert